Tók mið af gjaldeyrishöftum og fæðuöryggi

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Bjarna­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra tók „mið af gjald­eyr­is­höft­um sem í gildi eru, ástandi í at­vinnu­mál­um og fæðuör­yggi lands­manna“ þegar hann ákvað að miða við svo­kallaðan verðtoll frek­ar en magntoll við inn­flutn­ing á land­búnaðar­vör­um.

Á fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is í morg­un kom fram að ráðherra fór ekki að til­lögu ráðgjaf­ar­nefnd­ar stjórn­ar­ráðsins um tolla­mál þegar hann tók ákvörðun í mál­inu, en nefnd­in lagði til að áfram yrði miðað við magntoll. Jón ákvað hins veg­ar að miða við verðtoll, en það þýðir að inn­flutta var­an verður dýr­ari en ef hún er flutt inn á grund­velli magntolls.

Umboðsmaður Alþing­is hef­ur gagn­rýnt sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra fyr­ir það hvernig hann stóð að mál­um.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Jón Bjarna­son sendi frá sér í dag seg­ir: „Ákvörðun um þessa breyt­ingu var tek­in af und­ir­rituðum í ljósi þeirra aðstæðna sem hér sköpuðust við banka­hrun haustið 2008. Hún tek­ur mið af gjald­eyr­is­höft­um sem í gildi eru, ástandi í at­vinnu­mál­um og fæðuör­yggi lands­manna.

Ákvörðunin var tek­in í sam­ræmi við sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­flokk­anna um að standa vörð um inn­lenda fram­leiðslu og störf í mat­vælaiðnaði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert