Áfengi framleitt úr íslensku birki

Sprota­fyr­ir­tækið Foss Distillery hef­ur byrjað fram­leiðslu á tveim­ur áfengis­teg­und­um, sem unn­ar eru úr ís­lensku birki.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu, að Björk birkilí­kjör og Birk­ir birk­isnafs séu afrakst­ur til­rauna­starf­semi Ólafs Arn­ar Ólafs­son­ar, for­manns Vínþjóna­sam­taka Íslands, og Gunn­ars Karls Gísla­son­ar, fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins. 

Þró­un­ar­verk­efnið Björk og Birk­ir hef­ur hlotið hvatn­ing­ar­verðlaun á frum­kvöðlanám­skeiði Hug­mynda­húss Há­skól­anna og styrk frá Íslands­stofu fyr­ir hönn­un til út­flutn­ings. Ásamt Ólafi og Gunn­ari Karli standa að verk­efn­inu Jakob Svan­ur Bjarna­son mjólk­ur­fræðing­ur og Elsa María Jak­obs­dótt­ir fé­lags­fræðing­ur.

Mark­mið Foss Distillery er að þróa og fram­leiða lí­kjöra og snafsa úr ís­lensku hrá­efni. Catco vín í Borg­ar­nesi, sem meðal ann­ars sér um fram­leiðslu á Reyka-vod­ka, hef­ur hýst verk­efnið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert