Áhyggjur af ákæruvaldinu

Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari mbl.is/Eggert Jóhannesson

Álag á starfsmenn ríkissaksóknara hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og að mati Sigríðar J. Friðjónsdóttur verður ekki við það búið miklu lengur. Hún hefur fengið vilyrði fyrir einu stöðugildi saksóknara til viðbótar en þyrfti þrjá lögfræðinga, bara til að halda sjó.

Frá árinu 2004 hefur sakamálum sem berast til embættisins fjölgað um meira en 100% en starfsfólki embættisins hefur ekki fjölgað frá árinu 1997. Þrátt fyrir það hefur ríkissaksóknari til skamms tíma getað staðið að mestu við þá innanhússreglu að málsmeðferð taki ekki lengri tíma en 30 daga, að því gefnu að ekki þurfi að rannsaka mál frekar, en nú hefur afgreiðslutími mála hjá embættinu lengst. Öðrum verkefnum hefur sömuleiðis fjölgað, einkum kærumálum vegna þess að lögreglustjórar hafa fellt niður mál eða hætt rannsókn þeirra. Slík mál voru 93 í fyrra en eru nú þegar orðin 117. Kærumálin taka mikinn tíma því starfsmenn saksóknara þurfa að fara yfir öll málsgögn og rökstyðja ákvörðun sína ítarlega.

Eitt af mörgum hlutverkum ríkissaksóknara er að hafa eftirlit með framkvæmd ákæruvalds í landinu og ein af ástæðunum fyrir því að Sigríður fékk vilyrði fyrir einum saksóknara til viðbótar er að embættið er búið að taka við eftirliti með sérstökum saksóknara. Vegna manneklu hefur embættið ekki getað sinnt ýmsum störfum eins vel og þörf er á en Sigríður hefur t.d. töluverðar áhyggjur af því að ungt fólk sem ráðið er til að gegna störfum ákæranda hafi ekki nægilega reynslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert