Breytingarnar rýra lífskjör

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Ernir

Landsbankinn telur, að þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða muni skapa lakari rekstrarskilyrði í sjávarútvegi, draga úr hagkvæmni í greininni og rýra lífskjör í landinu.

Þá telur Landsbankinn að frumvarpið feli í sér veruleg neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu bankans og þar með samsvarandi neikvæð fjárhagsleg áhrif á íslenska ríkið sem stærsta hluthafa bankans.

Þetta kemur fram í umsögn, sem Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur sent sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis um frumvarpið fyrir hönd bankans. Segir þar, að bankinn hafi miklar áhyggjur af frumvarpinu og telji, að endurskoða þurfi það frá grunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert