Hærri álagning á eldsneyti

Reuters

„Það sem af er þess­um mánuði er álagn­ing á bens­ín sú hæsta á ár­inu. Sam­an­borið við meðalálagn­ingu síðasta árs leggja fé­lög­in nú um fimm krón­um meira á hvern lítra,“ seg­ir Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda.

Heims­markaðsverð hef­ur lækkað veru­lega síðasta mánuðinn en sú lækk­un hef­ur ekki skilað sér til neyt­enda hér á landi. Fyrstu sjö mánuði árs­ins var álagn­ing­in sam­bæri­leg við síðasta ár en er nú tölu­vert hærri þótt tekið sé til­lit til vísi­tölu neyslu­verðs.

„Fé­lög­in hafa verið að taka um 29 krón­ur af hverj­um seld­um lítra en taka nú um 34 krón­ur,“ seg­ir Run­ólf­ur og bæt­ir við að lækk­un um eina krónu þýði um 350 millj­ón­ir krón­ur í vasa neyt­enda yfir árið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert