Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands, sem verið hafa í setuverkfalli í dag í anddyri mennta- og menningarmálaráðuneytisins og krafist þess að fundin verði lausn á málum skólans, hunsuðu Svandísi Svavarsdóttur, starfandi menntamálaráðherra, þegar hún kom í anddyrið ásamt aðstoðarmanni sínum og hugðist ræða við nemendurna.
Að sögn Ara Birgis Ágústssonar, talsmanns nemendanna, hafði Svandís lítið fram að færa annað en þau skilaboð að það þjónaði ekki hagsmunum þeirra að vera að mótmæla í anddyri ráðuneytisins.
Ráðuneytið komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Kvikmyndaskóli Íslands uppfyllti ekki skilyrði viðurkenningar um rekstrarhæfi.