Kaupmáttur eykst

Vísitala kaupmáttar launa í júlí hækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,6%, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Launavísitala í júlí hækkaði um 1% frá fyrri mánuði og hefur hækkað um 7,8% síðastliðna 12 mánuði.  

Hagstofan segir, að í launavísitölu júlímánaðar gæti áhrifa hækkana sem kveðið var á um í nýgerðum kjarasamningum á íslenskum vinnumarkaði.

Þá hafi komið til framkvæmda kjarasamningar nokkurra stéttarfélaga opinberra starfsmanna við Samband íslenskra sveitarfélaga. Í þeim var kveðið á um almenna hækkun launataxta um 4,25% þann 1. júlí. Auk þess var kveðið á um sérstaka 50.000 króna eingreiðslu sem kom til útborgunar í júlí 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert