Lögreglan á Selfossi stöðvaði bíl um 17 leytið í dag vegna gruns um að ökumaður væri undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst eitthvað magn fíkniefna. Varð það lögreglu tilefni til að ráðast í húsleit í bænum í kjölfarið sem endaði með því að sex manns voru handteknir.
Í húsinu var lagt hald bæði á maríjúana sem og ýmis áhöld og tól til fíkniefnaneyslu. Við yfirheyrslur yfir fólkinu í kvöld gengust tveir menn við því að eiga efnið að sögn lögreglu. Sexmenningunum var sleppt úr haldi þegar játningarnar lágu fyrir.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi fer málið nú sína leið í kerfinu en búast má við ákærum bæði fegna hins meinta fíkniefnaaksturs og vegna neyslu ólöglegra efna. Efnin hafa að sögn lögreglu ekki verið vigtuð og liggur því ekki fyrir hve mikið magn þeirra var.