Þakka Guðmundi samstarfið

Guðmundur Steingrímsson og Birkir Jón Jónsson á Alþingi.
Guðmundur Steingrímsson og Birkir Jón Jónsson á Alþingi.

Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi samþykkti í dag ályktun þar sem Guðmundi Steingrímssyni, alþingismanni, er þakkað fyrir samstarfið og starf hans fyrir Framsóknarflokkinn í kjördæminu og á landsvísu.

Guðmundur var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi en sagði sig úr flokknum í dag. Segist stjórn kjördæmasambandsins óska Guðmundi velfarnaðar í störfum sínum. 

Þá segist hún munu nú sem áður, ásamt þingmönnum Framsóknarflokksins í kjördæminu, vinna að framgangi stefnumála flokksins s.s. í atvinnumálum, skuldavanda einstaklinga og fyrirtækja og velferðarmálum, í Norðvesturkjördæmi sem og á landsvísu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert