„Það er erfitt að meta hver áhrifin
verða á flokkinn hér. Það var vitað að það voru ekki allir sáttir eftir síðasta
flokksþing en það er ekki hægt að lesa í flokksmenn almennt, hvað þeir gera í
framhaldi af þessu. Ég myndi ekki segja að það væri ólga í mönnum en það er
ákveðinn pirringur. Það er ekkert farið að bullsjóða í pottunum,“ segir Sigurður
Hreinsson, formaður Framsóknarfélags Ísafjarðar við vefinn bb.is.
Guðmundur Steingrímsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en Guðmundur var
þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðmundur hefur sagt að telji að þörf sé á nýju stjórnmálaafli í landinu.
„Við höfum átt í ágætu samstarfi við Guðmund og það er vonandi að
það þurfi ekki að breytast. Við vonumst eftir því að fá hann á fund til okkar
þar sem hann fer yfir málin með okkur. Ég á ekkert sérstaklega von í því að það
verði ályktað um þessa úrsögn hjá honum. Ég hef ekki heyrt að því að neinn héðan
hafi sagt sig úr flokknum en það hafa auðvitað stórar kanónur farið á
undanförnum dögum,“ segir Sigurður.