Gerðu aðsúg að lögreglu

Lögreglan
Lögreglan mbl.is

Hópur ungmenna gerði aðsúg að lögreglu utan við verslun 10-11 í Langarima í Grafarvogshverfi í Reykjavík í kvöld. Hátt í 60 ungmenni voru á svæðinu, að sögn lögreglu.

„Það á eftir að skoða hvort það urðu skemmdir á lögreglubílnum. Það verður skoðað á morgun og svo tekin ákvörðun í framhaldinu hvort það verði gert eitthvað meira,“ segir Guðbrandur Reynisson, varðstjóri á lögreglustöð 4 á höfuðborgarsvæðinu. Tólf lögreglumenn voru sendir á vettvang á alls sex bílum.

Guðbrandur lýsir atburðarásinni svo:

„Það var tilkynnt um hóp af krökkum fyrir utan verslun 10-11 í Langarima. Við vorum búnir að fara ítrekað upp eftir út af þessum krökkum. Þau létu sér hins vegar ekki segjast. Við urðum að taka einn út úr hópnum sem hafði mest haft sig í frammi.

Þegar fara átti með hann í burtu gerðu krakkarnir aðsúg að lögreglumönnum og lögreglubílnum sem nota átti til að flytja drenginn á brott. Við kölluðum þá eftir aðstoð og komu fjórir lögreglubílar á vettvang. Það voru tveir teknir og farið með þá heim og rætt við foreldrana,“ segir Guðbrandur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert