Íslendingar sagðir hávaxnastir

Pelligra kom við í Bláa lóninu.
Pelligra kom við í Bláa lóninu. mbl.is/Bláa lónið

Íslendingar eru þjóða hávaxnastir, lifa lengst og eiga sér dýpstu rætur nokkurrar þjóðar sem siðmenning. Svo skrifar Íslandsvinur og segir Íslendinga ekki kippa sér upp við það þótt umheimurinn álíti hagkerfi landsins hafa hrunið.

Maður að nafni Joe Pelligra skrifar um ferð sína til Íslands á vefinn South Shore Express en hann mun geta rakið ættir sínar til sögueyjunnar í norðri.

Fylgir ekki sögunni hvaðan hann fær þær upplýsingar að fólk sé hvergi hærra í loftinu á byggðu bóli en á Íslandi.

Má ljóst vera að Pelligra hreifst af landi og þjóð því hann mun hafa saknað landsins í háloftunum á leið til Boston.

Grein Pelligra má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert