Mannanafnanefnd hefur samþykkt að færa eiginnöfnin Möru, Ey og Sophie á mannanafnaskrá.
Segir nefndin að nöfnin Mara og Ey taki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfylli því skilyrði laga um mannanöfn. Þá telst nafnið Sophie hafa unnið sér hefðarrétt en sex konur heita því nafni hér á landi, sú elsta fædd 1945.
Nefndin hafnaði hins vegar nöfnunum Marias og Daniu, sagði þau ekki rituð samkvæmt íslenskum reglum og enginn hér á landi heiti þessum nöfnum.
Þá hafnaði nefndin einnig ósk um að nafnið Víkingr yrði fært á mannanafnaskrá. Segir nefndin, að hljóðskipan sú sem komi í nafninu brjóti í bága við málkerfi nútímamáls og lög um mannanöfn miðist við það málkerfi.