Rekstur Orkuveitunnar á uppleið

Orkuveitan.
Orkuveitan. mbl.is/Árni Sæberg

„Upp­gjör fyr­ir fyrstu sex mánuði árs­ins sýn­ir að und­ir­liggj­andi rekst­ur Orku­veitu Reykja­vík­ur er að snar­batna,“ seg­ir Har­ald­ur Flosi Tryggva­son, stjórn­ar­formaður OR, um stöðu fyr­ir­tæk­is­ins og bend­ir á að geng­is­sveifl­ur þurrki út hagnað fyr­ir­tæk­is­ins. Hann seg­ir vaxta­hækk­an­ir ekki ógna OR í bili.

Eins og komið hef­ur fram varð 3,8 millj­arða tap af rekstri Orku­veit­unn­ar á fyrri helm­ingi árs­ins. Það jafn­gild­ir tæp­lega 21 millj­ón króna tapi á dag, frá 1. janú­ar til 30. júní, og hart­nær einn­ar millj­ón­ar krónu tapi á klukku­stund.

Það er mik­il breyt­ing frá 5.118 millj­óna króna hagnaði á sama tíma­bili í fyrra.

Har­ald­ur Flosi skýr­ir sveifl­una með geng­is­breyt­ing­um og bend­ir á að í fyrra hafi fyr­ir­tækið hagn­ast um 10 millj­arða króna vegna hag­stæðrar geng­isþró­un­ar, en nú tapað sam­bæri­legri upp­hæð vegna veik­ing­ar krón­unn­ar.

„Það eru fyrst og fremst bók­halds­leg­ar stærðir sem valda því að það er tap á rekstr­in­um,“ seg­ir Har­ald­ur Flosi.

Fylgj­ast grannt með þróun vaxta

Hann kveðst ekki ótt­ast áhrif vaxta­hækk­ana á er­lend­um lána­mörkuðum á af­komu fyr­ir­tæk­is­ins í bráð.

„Ég ótt­ast ekki vaxta­hækk­an­ir í augna­blik­inu vegna eðlis þeirra lána­samn­inga sem Orku­veit­an hef­ur gert. Hitt er ljóst að mikl­ar vaxta­hækk­an­ir myndu hafa veru­leg áhrif á fyr­ir­tækið og þá á ég fyrst og fremst við er­lend lán.“

En er til­efni til þess að hafa áhyggj­ur af Orku­veit­unni?

„Nei. Menn ættu að vera bjart­sýn­ir. Það er búið að taka til í rekstr­in­um og við höf­um ástæðu til að ætla að þessi rekst­ur muni rétta kútn­um. Það má í því sam­bandi vísa í upp­gjörið. Í því kem­ur fram að und­ir­liggj­andi rekst­ur er að batna veru­lega sem þýðir að við höf­um getu til að borga af lán­um.“

Aðspurður hvernig hann svari gagn­rýni á um­mæli full­trúa Orku­veit­unn­ar um tap af rekstri Perlunn­ar og meint nei­kvæð áhrif þeirra á áhuga fjár­festa svar­ar Har­ald­ur Flosi því til að öll­um megi vera ljóst að OR „hafi ekki mikl­ar tekj­ur af þessu stóra mann­virki“. Fjár­fest­ar með frjó­ar hug­mynd­ir geti hins veg­ar fundið tekju­mögu­leika. Það sé ekki hlut­verk Orku­veit­unn­ar. Hann kveðst bjart­sýnn um að fjár­fest­ar sýni Perlunni áhuga. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert