Verði frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða að lögum er það mat Landsbankans að bankinn verði fyrir stórfelldu eignatapi, 25 milljörðum króna, sem sé um 22% af heildarútlánasafni bankans til sjávarútvegsfyrirtækja, en þau lán nema um 114,4 milljörðum króna.
Þetta kemur fram í umsögn Landsbankans um fiskveiðistjórnunarfrumvarp sjávarútvegsráðherra, sem sl. föstudag var skilað til sjávarútvegsnefndar Alþingis og áætlað er að nefndin fjalli um á fundi sínum í næstu viku.