Tökulið frá HBO kemur til Íslands

Leikarinn Sean Bean í Game of Thrones.
Leikarinn Sean Bean í Game of Thrones.

Þættir úr þáttaröðinni Game of Thrones, sem slegið hefur í gegn í Bandaríkjunum, verða teknir upp á Íslandi að því fram kemur á vef The Daily Blam. Um framleiðslu þáttraðarinnar, sem hefur verið tilnefnd til Emmy verðlauna, sér kapalsjónvarpsstöðin HBO.

Þættirnir verða jafnframt teknir upp á Norður Írlandi, Möltu og Króatíu. Nú stefnir tökuliðið á Króatíu og Ísland og hyggst taka upp atriði í handriti þáttanna á þremur stöðum samtímis.

Þættirnir sem byggðir eru  á sögum George R.R. Martin hafa hlotið mikið lof víða um heim. Stefnt er að því að þættirnir verði sýndir snemma á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka