„Vildu aðeins eina tölu og enga aðra“

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands í setuverkfalli í anddyri mennta- og menningarmálaráðuneytisins …
Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands í setuverkfalli í anddyri mennta- og menningarmálaráðuneytisins 23. ágúst 2011. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það verður ekki sett meira fé í þennan skóla á meðan niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggur ekki fyrir. Það er ekki fyrr en eftir einhverjar vikur. Skólanum hefur verið gerð grein fyrir því,“ segir Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra.

„Kvikmyndaskólinn sjálfur kom út með það í hádegisfréttum án þess að hafa kynnt okkur það formlega, að skólinn verði settur á föstudaginn og kennsla hefjist fjórða eða fimmta nóvember. Það er nú í hæsta máta óvenjulegt verð ég að segja,“ segir Svandís. Á meðan stjórnendur skólans telji sig geta sett hann og staðið straum af rekstri hans með einhverjum hætti sjái ráðuneytið ekki ástæðu til að ganga inn í þau samskipti með nokkru móti „að öðru leyti en því að nokkrir nemendur hafa leitað aðstoðar við að finna sér eitthvað annað að gera“.

Svandís segir málið algerlega í höndum skólans sjálfs. „Hann hefur ekki óskað eftir aðkomu okkar að þessari úrlausn sem þeir eru að bjóða núna. Þannig að eins og þegar um aðra einkarekna skóla er að ræða þá leysir hann sín mál eftir bestu getu,“ segir Svandís. Um réttindi nemenda og skyldur skólans gagnvart þeim getur Svandís ekki tjáð sig en segir að samningssamband sé í gildi milli skóla og nemenda. Verst sé ef þetta bitni á nemendum, sem fjármagni rekstur skólans að mestu leyti.

Ari Birgir Ágústsson, talsmaður nemenda, segir að nemendur ætli að kanna rétt sinn, ef til þess kemur að ekki verði í boði að klára námið. „Við munum þá líklega krefjast þess að þurfa ekki að borga það sem við skuldum LÍN. Persónulega mun ég styðja það. En nemendur eru að hugsa um að fá sér í sameiningu lögfræðing til að skoða málið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert