Ríflega 24.000 manns hafa skrifað undir undirskrifasöfnun Hagsmunasamtaka heimilanna þar sem þess er krafist að verðtrygging verði afnumin af húsnæðislánum og þau leiðrétt eftir efnahagshamfarir síðustu missera.
Á vef Hagsmunasamtaka heimilanna segir að ef stjórnvöld verði ekki við kröfum félagsmanna muni krafa verða gerð um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna.
„Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.
Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina,“ segir þar orðrétt.
Hægt er að nálgast vef undirskriftasöfnunarinnar hér.