N1 lækkaði verð á eldsneytislítra um 13 krónur í dag en fram kemur í auglýsingum frá fyrirtækinu í dag að það sé gert í tilefni af svonefndu Krúserkvöldi, sem verður í verslun fyrirtækisins við Bíldshöfða í kvöld. Önnur félög hafa einnig lækkað eldsneytisverð í kjölfarið.
Eldsneytið kostar nú 219,70 krónur lítrinn hjá N1 og gildir það verð í dag. Bæði Orkan og Atlantsolía hafa lækkað verð á eldsneyti og kostar eldsneytislítrinn 219,40 krónur hjá Orkunni og 219,50 krónur hjá Atlantsolíu.
Olís og Shell hafa ekki breytt verði á sínum bensínstöðvum.