Harma ákvörðun um fangelsi á Hólmsheiði

Reykjanes. Sandgerði í forgrunni.
Reykjanes. Sandgerði í forgrunni. www.mats.is

Bæjarstjórar sveitarfélaganna á Suðurnesjum harma ákvörðun innanríkisráðherra um staðsetningu nýs fangelsis á Hólmsheiði.

Bæjarstjórarnir segja, að í tæpt ár hafi sveitarfélög á Suðurnesjum og víðar unnið út frá yfirlýsingum innanríkisráðuneytisins um að framkvæmdin yrði boðin út óháð staðsetningu og að horft yrði til heildaráhrifa þeirra kosta sem fram kæmu í þeim tilboðum sem bærust í verkið. Nú hafi verið söðlað um og ákvörðun tekin um að fangelsið verði byggt á Hólmsheiði.

Segja bæjarstjórarnir m.a. að stjórnvöldum að ætti vera fullljóst að aðstæður á Suðurnesjum eru með þeim hætti að framkvæmd sem nemi 2 milljörðum króna geti skipt fjölda fjölskyldna á svæðinu sköpum.

„Sá kostnaður sem yfirvöld telja sparast með staðsetningu á Hólmsheiði er í besta falli óverulegur. Neikvæð áhrif mikils atvinnuleysis og kostnaður því fylgjandi heldur áfram að safnast upp hjá Vinnumálastofnun og félagsþjónustu bæjarfélaganna á Suðurnesjum.
Sveitarfélögum sem hafa í góðri trú lagt fjármuni og tíma í undirbúning að útboðsverkefni sem ljóst virðist að aldrei átti að bjóða út er sýnd lítilsvirðing með þessari ákvörðun," segir í yfirlýsingunni.

Undir hana skrifa Ásmundur Friðriksson, bæjarstóri  í Sveitarfélaginu Garði, Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Sigrún Árnadóttir, bæjarstóri  í Sandgerðisbæ og Eirný Vals bæjarstjóri,  í Sveitarfélaginu Vogum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert