Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Audronius Azubalis, utanríkisráðherra Litháens, sem er hér á landi í opinberri heimsókn.
Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir stöðu aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu, sem Litháar hafa stutt dyggilega, samkvæmt fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins.
Azubalis gerði grein fyrir starfi Litháa á vettvangi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, en þeir fara með formennsku í ÖSE í ár.
Þá ræddu ráðherrarnir samskipti ríkjanna, t.d. á vettvangi samstarfs Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins.