Regína stýrir þekkingarsetri

Regína Ásvaldsdóttir.
Regína Ásvaldsdóttir.

Regína Ásvalds­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri og staðgeng­ill borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri þekk­ing­ar­set­urs um sam­fé­lags­lega ábyrgð. Stofnaðilar þekk­ing­ar­set­urs­ins eru Íslands­banki, Lands­banki, Lands­virkj­un, Rio Tinto Alcan, Össur og Sím­inn.

Alls sóttu 55 um starfið eft­ir að það var aug­lýst í sum­ar.

Mark­miðið með þekk­ing­ar­setr­inu er að byggja upp og viðhalda þekk­ingu um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja og í nánu sam­starfi við há­skóla­sam­fé­lagið að efla nám og annað fræðastarf á Íslandi tengdu sam­fé­lags­ábyrgð í viðskipta­líf­inu. Stefnt er að opn­un set­urs­ins síðar í haust.

Regína er fé­lags­ráðgjafi að mennt með fram­halds­nám í op­in­berri stjórn­sýslu og meist­ara­gráðu í breyt­inga­stjórn­un og ný­sköp­un frá Há­skól­an­um í Aber­deen í Skotlandi. Regína hef­ur margra ára reynslu sem stjórn­andi, nú síðast sem skrif­stofu­stjóri og staðgeng­ill borg­ar­stjóra.

Ósk Regínu um lausn úr starfi var tek­in fyr­ir form­lega á fundi borg­ar­ráðs í morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert