Ætlar líka að byggja upp í Reykjavík

Huang Nubo
Huang Nubo mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Huang Nubo, sem samdi á þriðju­dag um kaup á Gríms­stöðum á Fjöll­um, leit­ar nú að landi á Reykja­vík­ur­svæðinu til að reisa þar höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is síns. „Ég ætla að byggja í Reykja­vík fimm stjarna 300 her­bergja hót­el sem stíl­ar inn á alþjóðleg­ar ráðstefn­ur. Heild­ar­fjárfest­ing­in í þess­um fasa nem­ur því ná­lægt 20 millj­örðum króna,“ seg­ir Huang í ít­ar­legu viðtali sem er við hann í Morg­un­blaðinu í dag.

Huang seg­ist leggja áherslu á um­hverfistengda ferðaþjón­ustu sem efnaðir kín­versk­ir ferðamenn séu í aukn­um mæli farn­ir að sækj­ast eft­ir. Hann seg­ist ætla að leggja áherslu á að vernda og bæta líf­kerfið á Gríms­stöðum og vera í sam­starfi við Land­græðsluna um upp­græðslu.

Huang seg­ir að eft­ir að hann kom til Íslands hafi hann kom­ist að þeirri niður­stöðu að „það séu staðir eins og Ísland, þá sér­stak­lega norður­hluti þess, sem séu framtíðarp­ara­dís um­hverfistengdr­ar ferðaþjón­ustu“. Huang hef­ur verið hlýtt til Íslands allt frá því ís­lenski lop­inn hélt á hon­um hita fyr­ir þrjá­tíu árum þegar hann var við nám í Pek­ing-há­skóla ásamt ís­lensk­um fé­lög­um sín­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert