Frávísunarkrafa í máli Geirs

Geir H Haarde
Geir H Haarde mbl.is/Golli

Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fv. forsætisráðherra, lagði í gær fram greinargerð vegna frávísunarkröfu í máli Alþingis á hendur Geir sem höfðað verður fyrir landsdómi. Þinghald og frávísunarmálflutningur vegna kröfunnar hefst 5. september nk. Samkvæmt heimildum blaðsins verður ítarlega kynnt á næstu dögum á hvaða forsendum frávísunarkrafan er lögð fram.

Síðastliðið haust var lögð fram önnur frávísunarkrafa til forseta Alþingis á þeim forsendum að saksóknarar hefðu ekki verið kosnir á sama þingi og samþykkt var að ákæra Geir. Samkvæmt kröfunni var þetta brot á 13. grein laga um landsdóm en Alþingi kaus þau Sigríði Friðjónsdóttur sem saksóknara og Helga Magnús Gunnarsson til vara í október á síðasta ári.

Í tengslum við fyrri frávísunarkröfuna lét Andri hafa eftir sér að láta þyrfti á það reyna hvort kosning saksóknaranna tveggja hefði verið lögmæt en ekki síður hvort ákvörðun um málshöfðunina hefði yfir höfuð verið í samræmi lög. Það verður því að teljast líklegt að krafan sem lögð var fram í gær dragi lögmæti réttarhaldanna í efa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka