Orkureikningar hafa hækkað um 26%

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Heildarraforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað umtalsvert frá því í júní 2010. Mest er hækkunin hjá viðskiptavinum Orkuveitu Reykjavíkur, en heildarraforkukostnaður þeirra hefur hækkað um 26% m.v. 4.000 kWst. notkun á ári.

Kostnaður hjá heimilum á svæði HS orku hefur hækkað minnst eða um 4% m.v. sambærilega notkun. Eru þessar hækkanir til komnar bæði vegna hækkunar á rafmagni og dreifingu hennar. Þetta kemur fram í nýrri könnun ASÍ.

Allir raforkusalar hækkuðu gjaldskrár sínar nú í sumar, mesta hækkunin var 20% hjá Orkuveitu Reykjavíkur og minnsta hækkunin 3,6% hjá HS veitum. Einnig hafa allar dreifiveiturnar hækkað hjá sér gjaldskrána síðan í fyrrasumar, mesta hækkunin var hjá Orkuveitu Reykjavíkur og minnsta hækkunin hjá Rafveitu Reyðarfjarðar.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert