Mun ekki taka sæti sem varaþingmaður

Bryndís Gunnlaugsdóttir.
Bryndís Gunnlaugsdóttir.

Bryndís Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segir á bloggvef sínum í dag, að hún segi af sér varaþingmennsku fyrir flokkinn.

Bryndís hefur m.a. verið formaður Sambands ungra framsóknarmanna og varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi frá því í alþingiskosningunum árið 2009. Þá er hún oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík og forseti bæjarstjórnar. 

Hún segir, að stefna Framsóknarflokksins hafi tekið miklum breytingum á flokksþingi flokksins nú í apríl. Flokkurinn hafi farið frá hnitmiðaðri og ítarlegri stefnuskrá, svo ljóst væri hverju grasrótin vildi stefna að, yfir í loðna og óljósa stefnu þar sem hver og einn framsóknarmaður túlki stefnuna eftir sínu nefi. 

„Í ljósu óánægju minnar með vinnubrögð flokksins og þeirra stefnubreytinga sem orðið hafa á stefnu flokksins á landsvísu frá því í seinustu alþingiskosningum þykir mér rétt að segja af mér varaþingmennsku. Mér gefst þá kostur til að einbeita mér algjörlega að starfi mínu í bæjarstjórn Grindavíkur þar sem ég sit fyrir hönd Framsóknarfélags Grindavíkur. Vonandi get ég þar lagt mitt af mörkum við að koma á nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum,“ segir Bryndís. 

Vefur Bryndísar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert