beinni útsendingu á mbl.is og Skjá einum. Safnað er fyrir hjartaómskoðunartæki fyrir Barnaspítala Hringsins og fer söfnunin fram í þjónustuveri JÁ þar sem landsþekktir einstaklingar svara í símanúmerinu 595-6000.">

Safnað í beinni útsendingu

Loka­hnykk­ur átaks­ins Á allra vör­um er í kvöld í beinni út­send­ingu á mbl.is og Skjá ein­um. Söfn­un­in fer fram í þjón­ustu­veri JÁ þar sem landsþekkt­ir ein­stak­ling­ar svara í síma­núm­er­inu 595-6000.

Þeir sem vilja styrka átakið geta einnig hringt í núm­er­in 903-1000, 903-3000 og 903-5000 nú þegar og fram yfir helgi.

Útsend­ing­in stend­ur yfir frá klukk­an 21 til 24 og er und­ir stjórn Maríönnu Friðjóns­dótt­ur. Ýmsir landsþekkt­ir lista­menn taka lagið og gleðja áhorf­end­ur. Inga Lind Karls­dótt­ir og Óskar Jónas­son eru kynn­ar í þætt­in­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert