Samstarfinu við AGS lokið

Þrír ráðherrar og aðstoðarseðlabankastjóri á blaðamannafundi í Iðnó í dag
Þrír ráðherrar og aðstoðarseðlabankastjóri á blaðamannafundi í Iðnó í dag mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ísland hef­ur náð öll­um helstu mark­miðum sem sett voru í sam­starfi við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn. Þetta seg­ir Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra, en í dag lauk form­lega sam­starf Íslands við AGS.

Stjórn AGS samþykkti í Washingt­on í dag síðustu end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar Íslands, en landið er þar með fyrsta ríkið til að út­skrif­ast úr slíkri áætl­un. For­sæt­is­ráðherra, efna­hags- og viðskiptaráðherra, fjár­málaráðherra og aðstoðarseðlabanka­stjóri kynntu sjöttu end­ur­skoðun sam­komu­lags­ins á blaðamanna­fundi í Iðnó nú síðdeg­is.

Gjald­eyr­is­höft­in koma í veg fyr­ir óstöðug­leika krón­unn­ar

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að efna­hag­ur þjóðar­inn­ar hef­ur nú tekið við sér. Spár gera ráð fyr­ir tæp­lega 3% hag­vexti á ár­inu. Krón­an hef­ur verið til­tölu­lega stöðug, þótt hún sé enn lág á meðan aðgengi fjár­mála­fyr­ir­tækja og einka­geir­ans í heild að er­lendu láns­fjár­magni er tak­markað.

Með gjald­eyr­is­höft­um var hægt að koma í veg fyr­ir mik­inn óstöðug­leika krón­unn­ar, sem hjálpaði við að ná tök­um á verðbólgu, end­ur­reisa fjár­mála­kerfið og end­ur­skipu­leggja efna­hag heim­ila og fyr­ir­tækja. Stýri­vext­ir eru nú 4,5% en fóru hæst í 18% í nóv­em­ber 2008. Um­tals­verður af­gang­ur er af vöru- og þjón­ustu­viðskipt­um við út­lönd. At­vinnu­leysi er enn hátt en minnk­ar hraðar en bú­ist var við og hef­ur ekki verið lægra frá hruni. Sama má segja um kaup­mátt launa sem eykst á ný og hef­ur ekki verið meiri frá hruni, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Mark­mið um að loka fjár­lagagat­inu hef­ur náðst

„Áætlan­ir stjórn­valda og AGS í rík­is­fjár­mál­um hafa staðist til þessa. Viðsnún­ing­ur­inn í frum­jöfnuði rík­is­sjóðs stefn­ir í að verða 8,3% af VLF árið 2012 og er stefnt að því að hann auk­ist enn meira árin þar á eft­ir og verði um 10-11% frá því banka­kerfið hrundi haustið 2008.

Mark­mið um að loka fjár­lagagat­inu og gera rík­is­fjár­mál­in sjálf­bær hafa náðst með blandaðri aðferðafræði í formi lækk­un­ar út­gjalda og hækk­un­ar tekna. Tek­ist hef­ur að hlífa vel­ferðakerf­inu í niður­skurði og lægstu laun­um í tekju­öfl­un. Komið var í veg fyr­ir frek­ari skuld­setn­ingu rík­is­sjóðs og hlut­fall skulda af VLF fer lækk­andi á næstu árum. Í ljósi góðs ár­ang­urs og til að styðja bet­ur við efna­hags­bat­ann hef­ur rík­is­fjár­mála­áætl­un­in nú verið end­ur­skoðuð og aðlöguð að aðstæðum í sam­starfi við AGS. Snýr það m.a. að svig­rúmi til að mæta áhrif­um kjara­samn­ing­anna frá sl. vori. Ný rík­is­fjár­mála­áætl­un til meðallangs tíma verður birt sam­hliða fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps 1. októ­ber næst­kom­andi," seg­ir í til­kynn­ingu.

End­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins að mestu lokið

Fjár­mála­kerfið hef­ur verið end­ur­reist að stærst­um hluta eft­ir al­gert hrun þess. Kostnaður rík­is­ins er mun lægri en upp­haf­leg­ar áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Reglu­verk og eft­ir­lit hef­ur verið end­ur­skoðað frá grunni og held­ur það starf áfram.

„Meðal brýnna verk­efna sem efna­hags­áætl­un­in hef­ur tekið til er end­ur­skipu­lagn­ing skulda heim­ila og fyr­ir­tækja. Víðtækt sam­komu­lag milli lán­veit­enda á íbúðalána­markaði og stjórn­valda náðist í lok árs 2010 um lækk­un skulda yf­ir­veðsettra heim­ila (110% leiðin), aukn­ar vaxta­bæt­ur og vaxt­aniður­greiðslur o.fl. Á sama tíma var gert sam­komu­lag um end­ur­skipu­lagn­ingu skulda lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja, nefnt Beina braut­in. Þess­ar aðgerðir hafa vakið at­hygli víða um heim.

Í kjöl­far falls bank­anna hrundi traust á ís­lensk­um þjóðarbú­skap. Sam­starfið við AGS veitti leið Íslands með setn­ingu neyðarlaga og þrotameðferð banka trú­verðug­leika og skapaði for­send­ur til samn­inga við kröfu­hafa um end­ur­fjármögn­un þeirra með létt­ari byrðum fyr­ir rík­is­sjóð. Skulda­trygg­ingarálag á Ísland hækkaði mikið við hrunið og varð hæst 1.400 punkt­ar. Til marks um end­ur­heimt traust er álagið nú um 260 punkt­ar. End­ur­nýjað traust staðfest­ist einnig í afar vel heppnuðu rík­is­skulda­bréfa­út­boði í júní síðast liðinn og sýndi áhuga er­lendra fag­fjár­festa á Íslandi," seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert