Seðlabanki Íslands hefur fengið frest hjá umboðsmanni Alþingis fram á þriðjudag til að svara fyrirspurn vegna verðtryggðra lána. Annríki hefur verið hjá bankanum og vannst ekki tími til að svara fyrirspurninni sem var lögð fram 14. júlí.
Þetta fékkst staðfest hjá seðlabankanum. Var einnig bent á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefði verið erlendis vegna þátttöku í fundinum í Jackson Hole í Bandaríkjunum, þar sem seðlabankastjórar heims funda nú.