Vinstri-grænir líta til framtíðar

Katrín Jakobsdóttir á flokksráðsfundi VG í dag.
Katrín Jakobsdóttir á flokksráðsfundi VG í dag. mbl.is/Eggert

Til stend­ur að ræða til­lög­ur að álykt­un­um á flokks­ráðsfundi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs sem nú stend­ur yfir á Hót­el Loft­leiðum. Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður flokks­ráðs, setti fund­inn nú fyr­ir stundu.

Katrín sagði að nú þegar kjör­tíma­bilið væri hálfnað væri rétti tím­inn fyr­ir Vinstri-græna að skoða hvaða mál flokk­ur­inn ætti að setja á odd­inn síðari hluta kjör­tíma­bils­ins. Hingað til hefðu kraft­arn­ir verið nýtt­ir í rúst­a­björg­un en nú væri tími til að líta til framtíðar.

Meðal þess sem rætt verður í kvöld er til­laga stjórn­ar Vinstri-grænna um stuðning við rík­is­stjórn­ina. Þar seg­ir m.a. að ótví­ræður ár­ang­ur hafi náðst í mörg­um mála­flokk­um svo sem skatta­mál­um, mann­rétt­inda- og dóms­mál­um, um­hverf­is­mál­um, mennta­mál­um og mál­efn­um Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna. Nú þurfi flokk­ur­inn að líta fram á veg­inn.

Í til­lögu stjórn­ar Vinstri-grænna seg­ir að flokks­ráðsfund­ur­inn hvetji rík­is­stjórn­ina til að ljúka vinnu við grund­vall­ar­breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu þar sem óum­deild yf­ir­ráð ís­lensku þjóðar­inn­ar á nytja­stofn­un á Íslands­miðum verði tryggð og meint eign­ar­rétt­ar­legt sam­band út­gerða á nytja­stofn­um lands­ins verði rofið.

Þá vill stjórn flokks­ins leggja meiri áherslu á kven­frels­is­mál og ljúka t.d. við inn­leiðingu kynjaðrar hag­stjórn­ar. Hún vill einnig leggja áherslu á að rík­is­stjórn­in standi vörð um eign þjóðar­inn­ar á orku­ver­um og orku­auðlind­um.

Fulltrúar á flokksráðsfundi VG í dag.
Full­trú­ar á flokks­ráðsfundi VG í dag. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert