Vinstri grænir halda flokksráðsfund á Hótel Loftleiðum í dag og á morgun. Fundurinn er öllum félögum opinn en atkvæðisrétt hafa landsfundakjörnir fulltrúar í flokksráði, allir kjörnir sveitastjórnarfulltrúar, alþingismenn, varaalþingismenn, formaður Ungra Vinstri grænna, formenn svæðisfélaga og formenn kjördæmisráða.
Fundurinn hefst um klukkan fimm í dag og lýkur á hádegi á laugardeginum.