„Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hvetur sjávarútvegsráðherra til að gera úttekt á því hvort friða eigi Faxaflóa gegn hvalveiðum,“ segir í ályktun Vilhjálms Árnasonar á flokksráðfundi VG á Hótel Loftleiðum í dag.
„Undanfarin ár hefur eins og flestir vita byggst upp töluverð starfsemi í hvalaskoðun og öðrum náttúruferðum í Faxaflóa. Færri vita að Breiðafjörður er friðaður gegn hvalveiðum.
Sennilega myndu þeir sem veiða hval og þeir sem sinna hvalaskoðun geta sæst á friðun Faxaflóa en við það væri í raun verið að afmarka hvalveiðar frá hvalaskoðun,“ segir í ályktun Vilhjálms.
Sem kunnugt er fer Jón Bjarnason með sjávarútvegs- og landbúnaðarmál í ríkisstjórn Samfylkingar og VG.