Betra að hækka skatta

Úr húsi Öryrkjabandalags Íslands í Hátúni.
Úr húsi Öryrkjabandalags Íslands í Hátúni. Brynjar Gauti

Heppi­legra er að hækka skatta en að ganga lengra í niður­skurði á vel­ferðar­kerf­inu, að mati fimm fund­ar­manna á flokks­ráðsfundi Vinstri grænna á Hót­el Loft­leiðum í dag. Vel­ferðarþjón­ust­an sé kom­in að þol­mörk­um.

„Flokks­ráðsfund­ur VG, hald­inn 26. til 27. ág­úst 2011, bein­ir því til þing­flokks­ins að við kom­andi fjár­laga­gerð standi þing­menn flokks­ins vörð um vel­ferðarþjón­ust­una, sér­stak­lega á lands­byggðinni. Einnig tryggi þeir að bóta- og líf­eyr­isþegar verði ekki fyr­ir frek­ari kjara­skerðing­um en orðið er.

Flokks­ráðsfund­ur­inn bend­ir á að vel­ferðarþjón­ust­an sé kom­in að þol­mörk­um og [að] hækk­un skatta sé far­sælli leið til að tryggja vel­ferðar­kerfið en áfram­hald­andi niður­skurður,“ seg­ir í álykt­un­inni sem Ein­ar Ólafs­son, Guðmund­ur Magnús­son, Jón Torfa­son, Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir og Þor­leif­ur Gunn­laugs­son skrifa und­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert