Árleg flugeldasýning var í kvöld við Jökulsárlón. Var þetta í 12. skipti sem slík sýning er haldin og var hún mikilfengleg að venju.
Þessi hefð hófst upphaflega sem uppskerusýning starfsfólks en hefur síðan undið upp á sig og í fyrra er talið að um 1300 manns hafi fylgst með sýningunni.
Áður en sýningin hófst var lónið lýst upp með hundruðum friðarkerta, sem raðað var á fljótandi ísjaka.
Hægt var að fylgjast með sýningunni gegnum vefmyndavél sem Míla hefur komið fyrir við lónið.