Lithásk stjórnvöld veittu Arnóri Hannibalssyni, ræðismanni Litháens á Íslandi, heiðursorðu fyrir framlag hans til samskipta ríkjanna í heimsókn Daliu Grybauskaitė, forseta Litháens, til Íslands í vikunni.
Fjallað er um viðurkenninguna í fréttaskeyti á vef ISRIA en eitthvað virðast smáatriðin hafa skolast til í meðförum blaðamannsins.
Þannig segir þar frá því að Grybauskaitė hafi heimsótt Hörpu, listamiðstöð sem hafi verið „reist á rústum“ fallins einkabanka.
Þá er bróðir Arnórs, Jón Baldvin Hannibalsson, sagður heita Jónas Hannibalsson.