Vilja aðgerðir í húsnæðismálum

Skortur er á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Skortur er á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Arnaldur Halldórsson

„Flokksráðsfundur VG haldinn á Hótel Loftleiðum 26.-27. ágúst 2011 ítrekar ályktun Landsfundar 2009 um félagslegar aðgerðir í húsnæðismálum,“ segir í ályktun Elínar Sigurðardóttur, Snærósar Sindradóttur og Claudiu Overesh um húsnæðismálin. Þau vilja mótvægi við „sjálfseignarmarkaðinn“.

„Brýnt er að sú vinna sem þegar hefur verið lögð í greiningu á húsnæðismarkaðnum sé fylgt eftir með raunverulegum aðgerðum til þess að renna styrkari stoðum undir starfsemi húsnæðissamvinnufélaga og annarra leigufélaga.

Markmið slíkra aðgerða þarf að vera að skapa öflugan leigu- og kaupleigumarkað sem mótvægi við sjálfseignarmarkaðinn,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert