Vilja rannsóknarnefnd vegna Líbíu

Frá flokksráðsfundi VG í gærkvöldi.
Frá flokksráðsfundi VG í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Á flokks­ráðsfundi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, sem lauk í dag, var samþykkt álykt­un þar sem ít­rekuð er for­dæm­ing á loft­árás­um Atlants­hafs­banda­lags­ins á Líb­íu. Er því beint til Alþing­is að skipuð verði rann­sókn­ar­nefnd til að rann­saka aðdrag­anda þess að Ísland samþykkti þess­ar aðgerðir.

„Þess­ar árás­ir beind­ust meðal ann­ars að borg­ara­leg­um skot­mörk­um og ollu miklu tjóni og dauða fjölda óbreyttra borg­ara. Hvort með þeim hafi verið komið í veg fyr­ir verra ástand er ómögu­legt að segja en hins veg­ar er ljóst að heimsvalda­hags­mun­ir vest­rænna ríkja og ekki síst olíu­hags­mun­ir réðu miklu þess­ar aðgerðir," seg­ir í álykt­un VG.

Fund­ur­inn seg­ist lýsa yfir stuðningi við alþýðu Líb­íu og for­dæma hvers kyns kúg­un og arðrán þar sem ann­ars staðar. Jafn­framt fagn­ar fund­ur­inn þings­álykt­un­ar­til­lögu þing­manna VG um úr­sögn úr Atlants­hafs­banda­lag­inu sem lögð var fram á Alþingi 30. maí síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert