Mikill hagnaður hjá VG

Vinstri grænir
Vinstri grænir

Tekjur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á árinu 2010 voru tæp 81 milljón króna og munar mest um að opinber framlög eru um 75 milljónir króna. Tæplega 22 milljóna króna hagnaður var af rekstrinum en það sam svarar um 423 þúsund króna hagnaði á viku, allan ársins hring.

Þetta má lesa úr rekstrarreikningi VG fyrir árið 2010 en þar kemur fram að laun og tengd gjöld lækka verulega milli ára eða úr 20,77 milljónum 2009 í 11,56 milljónir króna 2010. Þá lækkar funda-, ráðstefnu- og ferðakostnaður einnig umtalsvert milli ára eða úr 8,43 milljónum króna 2009 niður í 4,35 milljónir króna árið 2010.

Stóraukinn auglýsingakostnaður

Athygli vekur að auglýsinga- og kynningarkostnaður eykst gríðarlega milli ára eða úr 6,92 milljónum króna 2009 í 12,92 milljónir króna árið 2010. Nemur aukningin 87% milli ára.

Auglýsingakostnaðurinn er verulegur hluti af rekstrargjöldum flokksins og má til dæmis nefna að árið 2010 var kostnaður hans af aðildarfélögum um 13,82 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert