Mikill hagnaður hjá VG

Vinstri grænir
Vinstri grænir

Tekj­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs á ár­inu 2010 voru tæp 81 millj­ón króna og mun­ar mest um að op­in­ber fram­lög eru um 75 millj­ón­ir króna. Tæp­lega 22 millj­óna króna hagnaður var af rekstr­in­um en það sam svar­ar um 423 þúsund króna hagnaði á viku, all­an árs­ins hring.

Þetta má lesa úr rekstr­ar­reikn­ingi VG fyr­ir árið 2010 en þar kem­ur fram að laun og tengd gjöld lækka veru­lega milli ára eða úr 20,77 millj­ón­um 2009 í 11,56 millj­ón­ir króna 2010. Þá lækk­ar funda-, ráðstefnu- og ferðakostnaður einnig um­tals­vert milli ára eða úr 8,43 millj­ón­um króna 2009 niður í 4,35 millj­ón­ir króna árið 2010.

Stór­auk­inn aug­lýs­inga­kostnaður

At­hygli vek­ur að aug­lýs­inga- og kynn­ing­ar­kostnaður eykst gríðarlega milli ára eða úr 6,92 millj­ón­um króna 2009 í 12,92 millj­ón­ir króna árið 2010. Nem­ur aukn­ing­in 87% milli ára.

Aug­lýs­inga­kostnaður­inn er veru­leg­ur hluti af rekstr­ar­gjöld­um flokks­ins og má til dæm­is nefna að árið 2010 var kostnaður hans af aðild­ar­fé­lög­um um 13,82 millj­ón­ir króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert