„Ótvíræður árangur“ í skattamálum

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar hef­ur náð „ótví­ræðum ár­angri“ í skatta­mál­um, að mati stjórn­ar Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs. Þetta kem­ur fram í álykt­un um stuðning við rík­is­stjórn­ina á flokkráðsfundi VG um helg­ina.

Orðrétt seg­ir í álykt­un stjórn­ar VG:

„Þó að mest hafi farið fyr­ir björg­un­araðgerðum eft­ir efna­hags­hrun hef­ur á þess­um rúmu tveim­ur árum náðst ótví­ræður ár­ang­ur í fjölda mála sem eru sam­ræmi við stefnu Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og hef­ur hann verið margít­rekaður á þess­um vett­vangi, bæði í skatta­mál­um, mann­rétt­inda- og dóms­mál­um, um­hverf­is­mál­um, mennta­mál­um og mál­efn­um Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna.

Mestu skipt­ir hins veg­ar að líta fram á veg­inn. Flokkráðsfund­ur hvet­ur rík­is­stjórn­ina til að ljúka vinnu við grund­vall­ar­breyt­ingu á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu þar sem óum­deild yf­ir­ráð ís­lensku þjóðar­inn­ar á nytja­stofn­um á Íslands­miðum verði tryggð og meint eign­ar­rétt­ar­legt sam­band út­gerða á nytja­stofn­um lands­ins verið rofið.“

Kven­frels­is­mál­in gleym­ist ekki

Þá er vikið að bar­átt­unni fyr­ir rétt­ind­um kynj­anna.

„Fund­ur­inn brýn­ir jafn­framt rík­is­stjórn­ina á sviði kven­frels­is­mála, nauðsyn­legt er að tryggja sem jafn­asta aðkomu beggja kynja alls staðar þar sem ráðum er ráðið, m.a. á vett­vangi rík­is­ins. Ljúka þarf inn­leiðingu á kynjaðri hag­stjórn og grípa til allra til­tækra aðgerða til að út­rýma kyn­bundnu of­beldi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert