Breytt reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða

Á flæmska hattinum.
Á flæmska hattinum. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Jón Bjarna­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur að höfðu sam­ráði við út­gerðaraðila og stofn­an­ir breytt reglu­gerð um nýt­ingu afla og auka­af­urða. Með breyt­ing­unni er aðlög­un­ar­frest­ur út­gerðaraðila lengd­ur og ýmis atriði gerð mark­viss­ari og skýr­ari.

Í frétta­til­kynn­ing­unni frá ráðuneyt­inu seg­ir að með reglu­gerðarbreyt­ing­unni séu mik­il­væg skref stig­in í þá átt að bæta nýt­ingu sjáv­ar­afla okk­ar og bæta um­gengn­ina við sjáv­ar­auðlind­ina.

Í ný­legri skýrslu ráðuneyt­is­ins „Bætt nýt­ing bol­fisks“ frá októ­ber 2010, sem unn­in var af sam­ráðshópi grein­ar­inn­ar og stofn­ana ráðuneyt­is­ins, kem­ur fram sú stefnu­mörk­un að skapa sem mest verðmæti úr þeim sjáv­ar­afla sem til fell­ur. Í skýrslu Matís, „Bætt nýt­ing sjáv­ar­afla“, frá maí 2010, get­ur að líta grein­argott yf­ir­lit um þá mögu­leika til auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar sem hér eru fyr­ir hendi. Reglu­gerðin tek­ur mið af þess­ari stefnu.

Rétt er hér að vekja sér­staka at­hygli á þeirri meg­in­reglu laga nr. 57/​1996 um um­gengni við nytja­stofna sjáv­ar, að skylt er að hirða og landa öll­um afla sem í veiðarfæri koma. Öll frá­vik frá þess­ari reglu eru í reynd und­an­tekn­ing­ar þar frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert