Gæti aukið áhrif Kínverja í N-Atlantshafi

Huang Nubo.
Huang Nubo.

Financial Times segir frá fyrirhuguðum fjárfestingum Kínverjans Huang Nubo á Íslandi. Á heimasíðu blaðsins segir að Huang hyggist fjárfesta í ferðaþjónustu á Íslandi fyrir 100 milljónir bandaríkjadala. Viðskiptin eru sögð umdeild þar sem menn óttist að með þeim geti stjórnvöld í Kína náð áhrifum á Íslandi og í Norður Atlantshafi.

Huang Nubo er umsvifamikill í fasteignaviðskiptum um allan heim. Hann hefur mikinn áhuga á að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Jörðin er ein sú stærsta á landinu en hún þekur um 0,3% af Íslandi.

Financial Times nefnir að Ísland sé meðlimur í Nato og staðsett á mjög mikilvægum stað, sérstaklega í ljósi nýrra siglingaleiða sem gætu opnast milli Evrópu og Ameríku. Þá gæti Ísland reynst mikilvæg höfn fyrir stór flutningaskip frá Asíu í náinni framtíð.

Í frétt FT er talað við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra,sem segir að skoða þurfi kaup Huangs mjög vel og gæta þurfi varúðar í ljósi þess að Kínverjar hafi undanfarið keypt upp stór landsvæði víðs vegar um heiminn.

Í fréttinni eru einnig rakin tengsl Huangs við kínverska kommúnistaflokkinn en eins og fram hefur komið er hann nokkuð virtur meðlimur flokksins. Þá var hann lengi starfsmaður áróðursmálaráðuneytis Kína og í ráðuneyti framkvæmda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka