Ríkið komi inn á fasteignamarkaðinn

Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni
Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni Ómar Óskarsson

„Fast­eigna­ból­an fór í gang þegar verka­manna­bú­staðirn­ir voru lagðir niður. Á ára­bil­inu frá 1988 til 1999 komu að jafnaði 350 íbúðir á markaðinn frá verka­manna­bú­stöðunum. Þær voru sett­ar á markað á kostnaðar­verði og leiddu til stöðug­leika á markaðnum,“ seg­ir Þor­leif­ur Gunn­laugs­son, vara­borg­ar­full­trúi VG í Reykja­vík, og hvet­ur til auk­inn­ar þátt­töku rík­is­ins á fast­eigna­markaðnum í gegn­um fé­lags­lega kerfið.

Þor­leif­ur seg­ir vax­andi þrýst­ing á flokks­for­yst­una í VG að grípa til aðgerða til að rétta hlut tekju­lágra hópa á fast­eigna­markaðnum. Hann rifjar upp or­sak­ir fast­eigna­ból­unn­ar.

Inn­koma bank­anna ýtti und­ir ból­una

„Fast­eignalán upp að 90% af and­virði eign­ar ýttu und­ir ból­una sem og inn­koma banka á markaðinn. Af­leiðing­arn­ar eru öll­um kunn­ar.

Mér finnst að ríkið, sveit­ar­fé­lög, verka­lýðsfé­lög og líf­eyr­is­sjóðir eigi að taka rík­ari þátt í fast­eigna­markaðnum. Þá horfi ég til hús­næðis­sam­vinnu­fé­laga sem eru ekki rek­in í hagnaðarskyni held­ur með hags­muni al­menn­ings í huga.

Það eru til hús­næðis­sam­vinnu­fé­lög sem þarf að styrkja og byggja upp. Í Svíþjóð eru til að mynda sveit­ar­fé­lög með um þriðjung markaðar­ins, að mig minn­ir. Verka­lýðsfé­lög og hús­næðis­sam­vinnu­fé­lög eiga sinn hluta af markaðnum. Þannig að meiri­hluti fast­eigna á sænska markaðnum er ekki rek­inn í gróðaskyni.“

Þor­leif­ur seg­ir vax­andi þrýst­ing á flokks­for­yst­una í VG að efna samþykkta álykt­un um fé­lags­leg­ar aðgerðir í hús­næðismál­um frá lands­fund­in­um 2009.

„Við lögðum fram álykt­un í þessa veru á lands­fundi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs árið 2009. Síðan hef­ur verið mikið sagt en lítið gert.“

Ófremd­ar­ástand á leigu­markaði

- Fer þrýst­ing­ur á flokks­for­yst­una vax­andi af þess­um sök­um?

„Já. Það held ég að hljóti að vera. Við búum við ófremd­ar­ástand á leigu­markaði. Leigu­markaður er í hönd­um einkaaðila sem höndla hann ekki á sann­gjarn­an hátt. Auðvitað verða alltaf einkaaðilar á hús­næðismarkaði. Það sem hins veg­ar vant­ar á Íslandi er fé­lags­leg­ur hús­næðismarkaður eins og er ann­ars staðar á Norður­lönd­um og víðar,“ seg­ir Þor­leif­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert