Vargurinn flæðir fram en veiðinni hefur verið hætt

Refur gerir víða usla í Borgarfirði og hefur meðal annars …
Refur gerir víða usla í Borgarfirði og hefur meðal annars étið gæsarunga í Skorradal. mbl.is/Árni Sæberg

Refur flæðir nú fram um byggðir í Borgarfirði þar sem hann hefur lítt sést áður og er nú jafnvel farinn að sjást í sumarhúsabyggð. Þetta segir Páll Snævar Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð.

Hefur sveitarfélagið ákveðið að hætta stuðningi við refaveiðar í sparnaðarskyni en þær kostuðu það alls um 10 milljónir árið 2008.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að áhrifanna af minni veiði sjái víða stað og í sumar át refurinn upp hvert einasta gæsahreiður í Skorradal, en oft voru um fimmtíu gæsapör á vappi í dalnum. Deilt er þó um hvort refurinn sé eini áhrifavaldurinn hvað varðar fækkun gæsarinnar og benda vísindamenn meðal annars á að vorið hafi verið sérlega kalt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert