AGS var á móti afskriftum

Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni
Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni Ómar Óskarsson

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna taka und­ir þá skoðun Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hafi lagst gegn af­skrift­um á skuld­um heim­il­anna.

En eins og komið hef­ur fram á mbl.is tel­ur ráðherr­ann að sjóður­inn hafi tekið „kapí­talið“ fram yfir hags­muni al­menn­ings í efna­hags­áætl­un sinni fyr­ir Ísland.

Stefn­an legið fyr­ir frá upp­hafi

Andrea Jó­hanna Ólafs­dótt­ir, formaður sam­tak­anna, seg­ir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn frá upp­hafi hafa lagst gegn leiðrétt­ing­um á skuld­um heim­il­anna.

„Það var ljóst um leið og full­trú­ar AGS komu hingað til lands og umræða sner­ist um al­menna leiðrétt­ingu lána að þeir lögðust al­farið gegn slík­um al­menn­um leiðrétt­ing­um.
Þeir hins veg­ar komu með yf­ir­lýs­ing­ar um að ganga þyrfti hraðar til verks með að færa niður skuld­ir þeirra sem verst voru sett­ir, en viðhorf þeirra skv. yf­ir­lýs­ingu í fjöl­miðlum var að ekki mætti gefa þau skila­boð til skuld­ara að skuld­ir væri hægt að færa niður með al­menn­um hætti sem næði til allra.“

Andrea Jó­hanna legg­ur áherslu á að for­send­ur lána­samn­inga hafi ekki staðist.

„Hags­muna­sam­tök heim­il­anna hafa hins veg­ar nálg­ast málið með þeim hætti frá upp­hafi að all­ir urðu fyr­ir tjóni vegna at­b­urðarás­ar sem þeir báru ekki ábyrgð á né gátu spornað við eða brugðist við með nokkr­um hætti og því sé rétt­látt að leiðrétta þær stökk­breyt­ing­ar sem orðið hafa á lán­um heim­il­anna þess vegna,“ seg­ir Andrea Jó­hanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert