Beinist ekki gegn Össuri

Einar Ólafsson skáld og rithöfundur.
Einar Ólafsson skáld og rithöfundur. mbl.is

Til­lag­an sem samþykkt var á flokks­ráðsfundi Vinstri grænna síðustu helgi um að rann­saka bæri aðdrag­anda þess að ís­lenska rík­is­stjórn­in studdi aðgerðir NATO í Líb­íu var ekki sett fram til höfuðs Öss­uri Skarp­héðins­syni ut­an­rík­is­ráðherra. Ein­ar Ólafs­son, ann­ar höf­und­ur til­lög­unn­ar, seg­ir þetta í pistli á vef Smugunn­ar, mál­gagni VG.

Ein­ar lýs­ir aðdrag­anda til­lög­unn­ar svo:

„Þessi til­laga kom fram sem viðbót­ar­til­laga okk­ar Sól­veig­ar A. Jóns­dótt­ur við til­lögu sem ég lagði fram ásamt fleir­um um for­dæm­ingu á loft­árás­um NATÓ á Líb­íu. Viðbót­ar­til­lag­an kom fram vegna óánægju margra í flokkn­um með það að rík­is­stjórn, sem VG á aðild að, skyldi ekki and­mæla ákvörðun NATÓ um aðgerðirn­ar.“

Hann ít­rek­ar að henni hafi ekki verið beint gegn ráðherra ut­an­rík­is­mála.

„Ég veit ekki hvort er ein­hver pirr­ing­ur í ut­an­rík­is­ráðherra út af til­lög­unni. En henni er ekki beint gegn nein­um, hvorki hon­um né öðrum. Ég kann illa við þá of­sókn­ar­kennd að rann­sókn hljóti alltaf að bein­ast gegn ein­hverj­um, vera liður í ein­hverju stríði. Það get­ur verið að niðurstaðan verði ráðherr­an­um til hnekk­is, eða þing­mönn­um VG, eða eng­um, það kem­ur bara í ljós,“ skrif­ar Ein­ar en pist­il­inn má lesa í heild sinni hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert