Deiliskipulag Landspítala í kynningu

Teikning af aðalinngangi nýs Landspítala.
Teikning af aðalinngangi nýs Landspítala.

Forkynning á drögum að deiliskipulagi nýs Landspítala fer fram næstu daga og standa vonir til þess að deiliskipulagið öðlist gildi með vorinu.

Deiliskipulagsdrögin taka til framtíðarskipulags bygginga fyrir Landspítala, heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum á Landspítalalóðinni við Hringbraut og eru þau grundvölluð á tillögu SPITAL, hönnunarhópsins sem bar sigur úr býtum í skipulags- og forhönnunarsamkeppni árið 2010.

Nýja deiliskipulagið mun leysa af hólmi skipulag frá 1976 með síðari breytingum. Einnig þarf að gera breytingar á deiliskipulagi Hringbrautar frá 2006 og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins  og aðalskipulagi Reykjavíkur sem nú er í endurskoðun.

Vefur um nýjan Landspítala

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert