Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn tveimur karlmönnum tengdum vélhjólagenginu Black Pistons hafði mikinn áhuga á að vita hvort annar þeirra verndaði yfirboðara sinn, foringja samtakanna, með breyttum framburði frá skýrslutöku hjá lögreglu.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að samkvæmt framburði fyrir dómi kom foringi samtakanna hvergi nálægt afbrotum þeim sem ákært er fyrir.