Jóhanna vildi ekki afskriftir

Krafan um afskriftir á stökkbreyttum húsnæðisskuldum var ein meginkrafa búsáhaldabyltingarinnar.
Krafan um afskriftir á stökkbreyttum húsnæðisskuldum var ein meginkrafa búsáhaldabyltingarinnar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra beitti sér gegn því að hús­næðislán yrðu af­skrifuð að hluta eft­ir efna­hags­hrunið af ótta við áhrif þess á fjár­hags­stöðu Íbúðalána­sjóðs. Þetta full­yrðir Guðmund­ur Andri Skúla­son, formaður Sam­taka lánþega, og bend­ir á að einka­bank­arn­ir hafi verið á ann­arri skoðun.

Eins og fram hef­ur komið á vef Morg­un­blaðsins full­yrðir Ögmund­ur Jónas­son að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hafi frá upp­hafi efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar lagst gegn af­skrift­um á hús­næðis­skuld­um skuld­settra heim­ila.

Ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að stjórn­völd þrýsti á af­skrift­ir

Full­yrðing Guðmund­ar Andra bend­ir hins veg­ar til að málið sé flókn­ara. Hann fagn­ar um­mæl­um Ögmund­ar.

„Það er vel að Ögmund­ur lýs­ir þess­ari skoðun því nú er rík­is­sjóður út­skrifaður og AGS far­inn og ekk­ert til fyr­ir­stöðu að setja þetta í gang,“ seg­ir Guðmund­ur Andri og á við af­skrift­ir til handa heim­il­um í skulda­vanda.

Hann rök­styður þörf­ina fyr­ir af­skrift­ir svo:

Van­skil vitna um erfiða skulda­stöðu

„Upp­lýs­ing­ar frá Cred­it­in­fo sýna fram á að fólki í al­var­leg­um van­skil­um hef­ur fjölgað um 10% frá ára­mót­um. Þær aðgerðir sem hingað til hef­ur verið gripið til til að leiðrétta stöðu lánþega hafa því aug­ljós­lega engu skilað og það er fagnaðarefni ef Ögmund­ur ætl­ar að berj­ast fyr­ir því að gera bet­ur. Þessi skoðun Ögmund­ar stang­ast þó á við þær upp­lýs­ing­ar sem ég hef um málið.

En á fundi sem ég átti, svo dæmi sé tekið, á sín­um tíma með Her­manni Björns­syni, fram­kvæmda­stjóra viðskipta­banka­sviðs Kaupþings, og Reg­in Mo­gensen, fram­kvæmda­stjóra lög­fræðisviðs bank­ans, um það bil ári eft­ir hrun, kom fram að bank­arn­ir vildu þá strax leiðrétta lána­söfn sín. Sú leiðrétt­ing væri í raun grunn­for­senda fyr­ir áreiðan­legu mati á eigna­safni bank­anna.

Aft­ur á móti vildi Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra ekki fara í þá fram­kvæmd. Ástæðan var að með leiðrétt­ingu færi Íbúðalána­sjóður yfir um. Það er því spurn­ing hvort AGS er hér hafður fyr­ir rangri sök. Ég hef auðvitað ekki hug­mynd um það,“ seg­ir Guðmund­ur Andri og bein­ir orðum sín­um að for­seta ASÍ og þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

„Síðan er vitað að það voru Gylfi Arn­björns­son og Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir sem börðust gegn því að verðtrygg­ing­in yrði tek­in tíma­bundið úr sam­bandi strax eft­ir hrun, en auðvitað var öll­um þá þegar ljóst að verðtryggðar skuld­ir heim­il­anna færu upp úr öllu valdi sam­hliða hruni krón­unn­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert