Mæta tregðu ráðherra um aðkomu lífeyrissjóða

Aðkoma lífeyrissjóða að þyrlukaupum er til umræðu.
Aðkoma lífeyrissjóða að þyrlukaupum er til umræðu. mynd/Eric Langlois

Hugmynd frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, VM, um aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun þyrlukaupa fyrir Landhelgisgæsluna, mætir tregðu í innanríkisráðuneytinu og hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra.

Þetta segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, sem barist hefur fyrir hugmyndinni. Hann segir undirtektir lífeyrissjóða hafa verið jákvæðar, m.a. hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum og Gildi, en hugmyndinni svipar til aðkomu lífeyrissjóða að vegaframkvæmdum og byggingu nýs fangelsis.

Guðmundur segir að rekstrarkostnaður Landhelgisgæslunnar myndi lækka verulega með því að borga af skuldabréfi til 10 eða 15 ára. Að því loknu myndi ríkið eignast þyrlurnar sem væri ódýrari kostur en að leigja þyrlur, sem síðan væru kannski farnar héðan að leigutíma loknum. Þarna gæti munað tugmilljónum króna á ári.

„Þetta er einhver þvermóðska í ráðuneytinu, hver sem skýringin er. Það er vel hægt að leysa þetta verkefni á hálfum mánuði ef menn vildu, bara spurning um að bretta upp ermarnar og framkvæma,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert