Ók út af og hafnaði í hrauni

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á suðurleið eftir þjóðvegi 85 við Garðsnúp í Aðaldal um klukkan hálf tólf á hádegi með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði í hrauni.

Ökumaðurinn, sem er ung kona, var einn í bílnum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki vitað um tildrög slyssins, en bíllinn lenti úti í kanti vegarins og í framhaldinu missti konan stjórn á honum.

Hún kenndi sér nokkurra meiðsla í baki og var flutt á sjúkrahúsið á Húsavík til skoðunar.

Bíllinn, sem er gamall fólksbíll, er mikið skemmdur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert