Ók út af og hafnaði í hrauni

Ökumaður missti stjórn á bíl sín­um á suður­leið eft­ir þjóðvegi 85 við Garðsnúp í Aðal­dal um klukk­an hálf tólf á há­degi með þeim af­leiðing­um að bíll­inn hafnaði í hrauni.

Ökumaður­inn, sem er ung kona, var einn í bíln­um. Að sögn lög­regl­unn­ar á Húsa­vík er ekki vitað um til­drög slyss­ins, en bíll­inn lenti úti í kanti veg­ar­ins og í fram­hald­inu missti kon­an stjórn á hon­um.

Hún kenndi sér nokk­urra meiðsla í baki og var flutt á sjúkra­húsið á Húsa­vík til skoðunar.

Bíll­inn, sem er gam­all fólks­bíll, er mikið skemmd­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert